VALMYND ×

Úrslit í riðlakeppni Skólahreysti

G.Í. tók þátt í riðlakeppni Skólahreysti sem fram fór í Kópavogi í gær. Liðið okkar hafnaði í 8.sæti í mjög sterkum riðli og erum við afar stolt af okkar fólki sem æfir við erfiðar aðstæður miðað við mörg önnur lið sem hafa skólahreystibrautir á skólalóðum sínum.

Holtaskóli sigraði riðilinn og Grunnskóli Bolungarvíkur hafnaði í 2. sæti. Þessi tvö lið komast því áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður síðar í mánuðinum.