VALMYND ×

Úrslit í Samvest

Vestfjarðakeppni Samfés var haldin í Súðavík s.l. föstudagskvöld. Það voru 10 atriði sem kepptu um þátttökurétt í úrslitakeppni Samfés, sem haldin verður í Reykjavík í næsta mánuði. Í fyrsta sæti höfnuðu GóGó píurnar frá Hólmavík og Egill Helgason ásamt hljómsveitinni The Cutaways frá Súðavík. Þessi tvö atriði munu því keppa fyrir hönd Vestfjarða.


Dómnefndina þetta árið skipuðu þeir Þorsteinn Haukur Þorsteinsson frá Súðavík, Bjarni Einarsson frá Hólmavík og Daði Már Guðmundsson frá Ísafirði en kynning var í höndum Péturs Markan.

Að keppni lokinni var svo dansleikur fyrir 8. - 10. bekk og sá Haffi Haff um fjörið.

Við óskum sigurvegurunum og keppendum öllum til hamingju með frammistöðuna.

 

Hér má heyra sigurlag Hólmvíkinganna:
http://www.youtube.com/watch?v=r7lJmWMBDkM&feature=share

 

og einnig framlag Súðvíkinganna hér:

http://www.youtube.com/watch?v=i6jg8Mh5_Yw