VALMYND ×

Umferðaröryggi

Af gefnu tilefni viljum við benda á að ný umferðarlög nr.77/2019 tóku gildi þann 1.janúar 2020. Hér má finna atriði er varða umferðaröryggi allra nemenda og hvetjum við foreldra og aðra forráðamenn til að fara yfir öryggismál með sínum börnum. Rafhlaupahjólum/vélknúnum hlaupahjólum hefur fjölgað í umferðinni og er mjög mikilvægt að gæta að öllum öryggisbúnaði hvað þau varðar. Samkvæmt lögum ber ungmennum yngri en 16 ára að nota hjálma á reiðhjólum og eru þau hvött til að gera slíkt hið sama á hlaupahjólunum.

Á vefnum www.umferd.is má auk þess finna allskyns fræðsluefni fyrir unga fólkið okkar í umferðinni.