VALMYND ×

Þemadagar 15. og 16. nóvember

Hanna Þórey, 6. bekk og Una Salvör, 5. bekk skrifa: 

 

Við erum í fjölmiðlahóp og búnar að flakka mikið og taka myndir. Á ýmsum stöðum eru leikir t.d. í blómagarðinum er ratleikur  og þrautir í gamla gaggó. Við kíktum á  lummubakstur, þar fengum við að gera lummur og það heppnaðist mjög vel hjá okkur. Svo er súmba  í dansstofunni og diskó-brennó í íþróttasalnum, þar er svaka stuð.