VALMYND ×

Tæknileg vandamál

Netþjónn skólans hefur ekki enn komist í lag eftir rafmagnsleysið í morgun og hefur því verið netsambandslaust í allan dag. Símkerfið er ekki heldur komið í lag, en skiptiborð skólans er tengt við símanúmerið 894-1688 sem tekur við öllum símtölum inn í skólann. Við bendum foreldrum einnig á að hægt er að skrá veikindi í gegnum mentor.is.

Á svona dögum erum við rækilega minnt á það hversu Netið er nauðsynlegt í okkar daglega lífi og starfi. Við vonum að allt verði fallið í ljúfa löð á morgun og þökkum fyrir að samræmdu könnunarprófin voru afstaðin!