VALMYND ×

Sundgarpar standa sig vel

Unglingamót Fjölnis fór fram í Laugardalnum um síðustu helgi og tóku rúmlega 300 sundmenn 14 ára og yngri þátt í mótinu frá 13 félögum. Þar á meðal voru 15 krakkar úr sundfélaginu Vestra.  
Mikolaj Ólafur Frach í 9. bekk G.Í. hafnaði í 1. sæti í 100 m. bringusundi og  3. sæti í 200 m. bringusundi. Einnig náði boðsundsveit Vestra frábærum árangri þar sem hún lenti í 4. sæti af 18 sveitum og voru aðeins 3 sekúndur frá bronsinu. Sveitina skipuðu þau Katla María Sæmundsdóttir og Linda Rós Hannesdóttir úr 6.bekk og Guðmundur Elías Helgason og Nikodem Júlíus Frach úr 7. bekk (www.hsv.is).