VALMYND ×

Stígamót með fundi á Vestfjörðum

Starfskonur Stígamóta halda fundi á Vestfjörðum þessa dagana og á morgun verða þær í Stjórnsýsluhúsinu kl. 17:15 - 19:00. Þar munu þær kynna samtökin og þá þjónustu sem þau veita, en Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Í ferðinni verður bæði boðið upp á opna fundi auk þess sem fundað verður með fagfólki á hverjum stað, líkt og lögreglu, læknum og heilsugæslufólki, skólastjórum og leikskólastjórum, prestum, starfsfólki tómstundamiðstöðva og öðrum þeim sem líklegt þykir að mæti brotaþolum í starfi sínu. Þar verður einnig rætt hvað gera megi til þess að koma í veg fyrir ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola.

Allir eru velkomnir á fundi Stígamóta sem verða sem hér segir:
Menntaskólinn á Ísafirði 6.9. Kl. 12-13 Fundur á sal með nemendum
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði 6.9. Kl. 17.15 Opinn fundur fyrir almenning
Grunnskólinn á Þingeyri 7.9. Kl. 17-19 Opinn fundur fyrir almenning