VALMYND ×

Sólardagur

Í dag, 25. janúar, er sólardagur Ísfirðinga sem miðast við þann dag er sólin nær niður í Sólgötu eftir um 2ja mánaða fjarveru. Allir nemendur og starfsmenn brugðu sér út á skólalóð í morgun og dönsuðu nokkra ,,sólardansa" saman til að fagna þessum kærkomnu tímamótum og brjóta upp hversdaginn. Að því loknu hittust vinabekkirnir í 2. og 9. bekk og áttu saman góða stund í dansi, spilum, förðun og fleiru. Að sjálfsögðu var boðið upp á pönnukökur sem eru ómissandi á þessum degi. Aðrir bekkir fögnuðu þessum degi hver á sinn hátt. Ekki lét sólin þó sjá sig í dag, en við munum taka fagnandi á móti henni þegar veðurskilyrði leyfa.

Deila