VALMYND ×

Smáréttaveisla

Í dag bauð hópurinn í heimilisfræðivali nokkrum starfsmönnum skólans upp á smáréttaveislu, en í hópnum eru nemendur í 9.bekk skólans ásamt einum nemanda úr 8. bekk á Flateyri. Hópurinn hefur lært matreiðslu hjá Guðlaugu Jónsdóttur frá því í haust.

Matseðillinn hljóðaði upp á partýborgara, veislupítsur, mexíkóska ídýfu með tortillaflögum, suðræna ávexti með vanillusósu, hrökkbrauð og ostasalat, brakandi hrísgóðgæti og döðlugotterí, og að lokum skyrköku með jarðarberjum. Krakkarnir stóðu sig allir með sóma og sáu um alla matreiðsluna, framreiðslu og kynningu.