VALMYND ×

Skýrsla um innra mat skólans

Í vetur er starfandi sjálfsmatsteymi við Grunnskólann á Ísafirði. Teymið hefur hist að jafnaði einu sinni í viku og undirbúið innra mat á starfsemi í skólanum, lagt upp spurningar og rýnt í niðurstöður þannig að sem mest gagn megi verða af þeim.

Matsverkefni haustannar fjallar um stjórnun skólans, sjónarhorn foreldra, kennara og annarra starfsmanna á bæði innri og ytri stjórnun skólans. Aðeins er fjallað um sjónarhorn nemenda á innri stjórnun. 

Nú er þessi fyrsta matsskýrsla ársins komin út og er Jóna Benediktsdóttir ábyrgðarmaður hennar. Skýrsluna má finna hér.