VALMYND ×

Skólanum færð gjöf

Arndís Baldursdóttir færir Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur skólastjóra gjöfina, fyrir hönd árgangs 1970.
Arndís Baldursdóttir færir Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur skólastjóra gjöfina, fyrir hönd árgangs 1970.

Árgangur 1970 kom færandi hendi í skólann nú fyrir helgi og gaf honum 100.000 krónur sem hópurinn átti uppsafnað eftir síðustu afmælismót og var mikil samstaða innan hópsins með þá ráðstöfun. Skólinn þakkar árgangnum kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf, sem á svo sannarlega eftir að nýtast vel.