VALMYND ×

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í morgun fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar, þar sem valdir voru fulltrúar skólans til að taka þátt í lokahátíðinni sem fram fer miðvikudaginn 4.mars n.k. í Hömrum.

Fimmtán nemendur sem valdir höfðu verið úr 7. bekk lásu sögubrot og ljóð og farið var yfir Reykjaferðina s.l. haust í máli og myndum á meðan dómarar réðu ráðum sínum.

Dómarar voru þau Edda Kristmundsdóttir, Herdís Hübner og Jón Heimir Hreinsson. Niðurstöður þeirra voru þær að þau Anna María Ragnarsdóttir, Dagný Rut Davíðsdóttir, Guðríður Vala Atladóttir, Hjálmar Helgi Jakobsson, Kolbrún María Ármannsdóttir, Patrekur Bjarni Snorrason og Sigurður Oddur Steinþórsson munu keppa fyrir hönd skólans á lokahátíðinni og til vara verða þær Anna Salína Hilmarsdóttir og Svala Katrín Birkisdóttir.

Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin leggur áherslu á markvissa rækt við móðurmálið og fá alla nemendur til að þjálfa upplestur, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Þessi þjálfun hefur farið fram í bekknum allt frá því í nóvember s.l. þar sem allir nemendur tóku þátt, auk þess sem nemendur hafa æft sig heima.

Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með góða frammistöðu og hlökkum til lokahátíðarinnar.

Deila