VALMYND ×

Samvera hjá 3. og 4. bekk

Nemendur spiluðu á flygilinn
Nemendur spiluðu á flygilinn
1 af 2

Í dag voru krakkarnir í 3. og  4. bekk með samverustund. Byrjað var í nýja anddyrinu, þar sem nokkrir krakkar spiluðu á flygilinn og því næst var haldið inn í skólastofu þar sem nemendur buðu upp á fjölmörg tónlistaratriði. Nemendur léku á fiðlu, gítar, þverflautu og harmónikku, auk þess sem sagðir voru brandarar, sýnt leikrit og spilagaldur.

Það er greinilegt að mikið er um virkilega hæfileikaríka krakka í þessum bekkjum og voru þeir mjög duglegir og ófeimnir að koma fram fyrir áhorfendur. 

Deila