VALMYND ×

Samstarfsverkefni G.Í. og Tónlistarskóla Ísafjarðar

Núna eftir áramótin fóru Grunnskólinn á Ísafirði og Tónlistarskóli Ísafjarðar af stað með blásaraverkefni í 5.bekk undir stjórn Madis Mäekalle. Allir 36 nemendur árgangsins  sækja þá tíma á kornett og klarinett, fjórir krakkar í einu, tvisvar í viku. Þannig fá allir þessir krakkar tækifæri til að kynnast hljóðfæraleik.  Skólarnir hafa áður starfað saman að svipuðum verkefnum en ekki síðan kreppan skall á.
Nemendur eru mjög ánægðir með þessa tíma og vonandi verður áframhald á þessu samstarfsverkefni.