VALMYND ×

Reglur um létt bifhjól og rafmagnsreiðhjól

Að gefnu tilefni viljum við benda á að börn undir 13 ára aldri mega ekki vera á léttum bifhjólum. Ökuréttindi þarf til að aka slíku tæki sem nær allt að 50 km. hraða. Þau má fá að undangengnu ökunámi og prófi við 15 ára aldur.

Rafmagnsreiðhjólum er nú skipt í tvo flokka:

  1. Létt bifhjól sem ná ekki yfir 25 km/klst á hraða. Ekki yfir 4Kw og má vera hvort sem heldur raf/bensíndrifið. Um þessi tæki gildir:
    1. 13 ára aldurstakmark
    2. Ekki gerð krafa um réttindi
    3. Skráningarskyld
    4. Má aka bæði á götum og gangstéttum/hjólastígum
  2. Reiðhjól með hjálparmótor en þó með stig/sveifarbúnaði. Þessi hjól mega ekki vera meira en 0,25kw. að afli þar sem afköst minnka og stöðvast alveg við 25 km/klst.

Samkvæmt umferðarlögum flokkast tæki II sem reiðhjól, sé þess gætt að þau fylgi skilyrðum, til dæmis hvað varðar hraða. Tæki sem flokkast í flokk I eru hinsvegar skilgreind sem létt bifhjól og þarf ökumaður þeirra að hafa náð 13 ára aldri og tækið að vera skráð. Ekki er gerð krafa um réttindi ökumanns eða tryggingar.