VALMYND ×

Páskaleyfi

1.bekkur klár á árshátíð
1.bekkur klár á árshátíð

Í dag lauk árshátíðarsýningum þar sem allir nemendur 1. - 10. bekkjar tóku þátt, hvort heldur var á sviði, við förðun, sviðs- og tæknimál, skreytingar, dyravörslu, eða miðasölu. Við erum afar stolt af okkar fólki og alveg frábært að sjá hvað uppskeran er alltaf blómleg eftir mikið skipulag og æfingar.

Nú tekur páskaleyfið við og hefst kennsla aftur að því loknu miðvikudaginn 4. apríl samkvæmt stundaskrá. Við þökkum öllum sem komu á sýningarnar hjá okkur og síðast en ekki síst nemendum, sem stóðu sig allir með sóma. Gleðilega páska!