VALMYND ×

Önnur vinnustöðvun

Félag grunnskólakennara hefur boðað til annarrarar vinnustöðvunar á morgun, miðvikudaginn 21. maí, hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Búið er að gera stutt hlé á samningaviðræðum FG og sveitarfélaganna, en fundarhöldum verður framhaldið klukkan sjö í kvöld.

Hvort samningar nást og hægt verður að fresta vinnustöðvun mun ekki liggja ljóst fyrir fyrr en í kvöld eða nótt og biðjum við því alla að fylgjast vel með fjölmiðlum í kvöld eða fyrramálið.