VALMYND ×

Menningarkvöld 10. bekkjar

Í kvöld heldur 10. bekkur menningarkvöld í Edinborgarhúsinu. Nemendur munu bjóða upp á tónlist, dans, ljóðalestur og endursýna árshátíðaratriði sitt frá því í mars. Auk þess mun dúettinn Between Mountains koma fram, en þær stöllur unnu Músíktilraunir nú á dögunum.

Skemmtunin hefst kl. 20:00, aðgangseyrir er kr. 1.000 og eru allir velkomnir.