VALMYND ×

Lögreglan í heimsókn

1 af 2

Í morgun komu þeir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn og Gylfi Þ. Gíslason, varðstjóri, í heimsókn til okkar. Þeir félagar töluðu við nemendur 5. - 7. bekkjar um ýmsa öryggisþætti varðandi reiðhjól, rafmagnshlaupahjól og vespur, auk þess sem þeir fóru yfir útivistarreglurnar.

Krakkarnir hlustuðu af athygli og spurðu út í ýmsa þætti. Þeir eru miður sín yfir því að einhverjir hafi verið að losa framdekk á reiðhjólum undanfarið, enda alveg grafalvarlegt mál. Við hvetjum alla krakka til að fara varlega í umferðinni og gæta sérstaklega að því að framhjólin séu föst áður en farið er af stað.

Deila