VALMYND ×

Lífið er yndislegt

1 af 4

Síðast liðinn föstudag fengum við aldeilis góða heimsókn, frá MND-félaginu, sem hélt sinn mánaðarlega fund hér á Ísafirði í þetta skiptið, undir yfirskriftinni Lífið er yndislegt. Guðjón Sigurðsson, formaður félagsins, hélt fyrirlestur um sjúkdóminn fyrir nemendur 8. - 10. bekkjar. Nemendur í 6. og 9. bekk höfðu gert athugun á aðgengi fatlaðra hér í bæ og kynntu niðurstöður sínar á fundinum. Það gerðu þau svo vel og fagmannlega að stjórnarmaður í MND félaginu sem hefur unnið mikið með Öryrkjabandalaginu að ferlimálum hafði orð á því að hann hefði aldrei séð svo fagmannleg skil.

Við þökkum félaginu kærlega fyrir fræðandi og áhugaverðan fyrirlestur.