VALMYND ×

Kökuskreytingameistarar framtíðarinnar

Krakkarnir í heimilisfræðihóp 8. bekkjar hafa verið að læra svolítið um kökuskreytingar undanfarið, hjá Guðlaugu Jónsdóttur, heimilisfræðikennara. Í síðustu viku fóru þeir heim með þessar glæsilegu kökur, stoltir og ánægðir með afraksturinn. Til hamingju krakkar, vel að verki staðið!