VALMYND ×

Jafnréttisþing

Á morgun, fimmtudaginn 18. febrúar, verður blásið til jafnréttisþings hér í skólanum. Þátttakendur eru allir nemendur í 6. - 10. bekk og verður þeim skipt í hópa þvert á árganga. Elstu nemendur skólans stýra umræðum í sínum hópum og hafa þeir fengið sérstakar leiðbeiningar og þjálfun varðandi þann þátt. 

Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, mun verða með innlegg í upphafi þingsins og leiða nemendur af stað. Hóparnir munu fjalla um það hvað nemendur, starfsfólk og foreldrar geta gert til að auka jafnrétti í skólanum, heima og jafnvel víðar. Þingið stendur frá kl. 8:00 - 11:00 og verður virkilega spennandi að sjá niðurstöður.