VALMYND ×

Heimsókn í Edinborgarhúsið

Í vikunni þáðu nemendur í 5. og 6. bekk heimboð í menningarhúsið Edinborg. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hússins tók á móti nemendum og sagði þeim frá tilgangi menningarhússins.  Einnig kynnti hún margmiðlunarsýninguna Útsýni, sem er verk listakonunnar Kristjönu Rósar Oddsdóttur Guðjohnsen, en sýningin hefur staðið yfir frá því í febrúar.

Nemendur kunnu vel að meta sýninguna og eru margs vísari um hugsun listakonunnar á bak við verkin.