VALMYND ×

Heimsókn frá Kaufering

Síðastliðið haust hélt hópur 10. bekkinga G.Í. og G.Þ. ásamt kennurum til Kaufering, vinabæjar Ísafjarðarbæjar í Þýskalandi.

Nú er komið að Þjóðverjum að endurgjalda heimsóknina og eru 8 nemendur ásamt 3 skólastarfsmönnum frá Kaufering, í heimsókn hjá okkur þessa vikuna. Hópurinn gistir í heimahúsum hjá nemendum 10. bekkjar G.Í. og mun hafa nóg fyrir stafni alla vikuna. Grunnskólar Ísafjarðarbæjar verða allir heimsóttir, auk þess sem litið verður inn í nokkur fyrirtæki í bæjarfélaginu. Þá verður haldið menningarkvöld, farið í bíó, borðað saman í Tjöruhúsinu og í stjórnsýsluhúsinu með bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, svo fátt eitt sé nefnt. Hópurinn heldur svo heim á leið á föstudaginn.