VALMYND ×

Grunnskólamót Íslands í glímu

Laugardaginn 14. apríl verður haldið Grunnskólamót Íslands í glímu í íþróttahúsinu á Torfnesi fyrir nemendur í 5. - 10. bekk.  Rúmlega 80 nemendur hafa nú þegar skráð sig og eru um 30 þeirra frá Grunnskólanum á Ísafirði. Mótið hefst kl. 10:00 og áætlað að það standi til kl. 13:00. Við hvetjum alla til að mæta og standa við bakið á okkar fólki og bendum á að 10. bekkur verður með veitingasölu á staðnum í fjáröflunarskyni fyrir vorferðalagið.

Allar nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu Glímusambands Íslands.