VALMYND ×

Góðverkadagar

Krakkarnir í 4. HA hafa verið að taka þátt í góðverkadögum skátanna. Í vikunni fengu allir með sér heim góðverkadagbókina og allir ætla að reyna að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag. 

Markmiðið með góðverkadögum er að bæta mannlífið með hjálpsemi og vináttu – að gera góðverk. Velvildin og vináttan sem felst í að rétta öðrum hjálparhönd, óumbeðið og án skilmála er dýpri og sannari en almenn hjálpsemi eða dagleg aðstoð – við köllum það góðverk. Umbunin getur falist í þakklætisorðum eða einlægu brosi þess sem þiggur, en ríkulegasta umbunin er þó eigin vellíðan yfir að hafa orðið að liði – unnið góðverk. Góðverkin eru eins og frækorn sáðmannsins, sé þeim sáð í frjóan jarðveg, vaxa þau og dafna á undurhraða, fjölga sér og bera ríkulegan ávöxt.