VALMYND ×

G.Í. sigraði á íþróttahátíðinni

Verðlaunagripir sigurliða G.Í.
Verðlaunagripir sigurliða G.Í.
Íþróttahátíðin í Bolungarvík fór fram 10. október s.l. Grunnskólinn á Ísafirði sendi 2 lið til keppni í öllum greinum nema dansi og stóðu allir nemendur sig með stakri prýði.
Að þessu sinni var keppt í dansi, borðtennis, badminton, sundi, sundblaki, skák, spurningakeppni, víðavangshlaupi, körfubolta, fótbolta, förðun, hár og hönnun. Sigur vannst í flestum greinum sem varð til þess að skólinn stóð uppi sem sigurvegari með hundrað stig. Ný grein var kynnt á þessari hátíð, Fifa 15 (Playstation) og keppt verður í henni á næsta ári til stiga.
Það er mikil keppni á milli skóla og í einn dag á ári verða samherjar í hinum ýmsu íþróttagreinum miklir mótherjar og er gaman að sjá keppnisskapið hleypa þeim enn lengra. Það munu verða breytingar á keppninni á næsta ári og verður spennandi að sjá hvernig þær verða útfærðar. Við eigum flotta krakka og þeir nemendur sem ekki tóku þátt sem keppendur tóku svo sannarlega þátt sem stuðningsmenn og er það hverjum skóla gulls ígildi að eiga þannig nemendur.