VALMYND ×

G.Í. sigraði á Íþróttahátíðinni í Bolungarvík

Verðlaunagripir nemenda G.Í.
Verðlaunagripir nemenda G.Í.

Íþróttahátíðin í Bolungarvík fór fram fimmtudaginn 11. október s.l. og tók Grunnskólinn á Ísafirði þátt samkvæmt venju. Að þessu sinni voru 4 lið skráð til þátttöku frá skólanum, til þess að gefa fleiri nemendum tækifæri á að taka þátt í þessari skemmtilegu hátíð. Keppt var í 10 greinum og var fyrirkomulaginu breytt frá því sem áður hefur verið og voru liðin skipuð bæði strákum og stelpum og kom þetta fyrirkomulag mjög vel út.

Skemmst er frá því að segja að G.Í. sem er lang stærsti skólinn, vann 7 greinar af 10 og sigraði þ.a.l. stigakeppnina eins og undanfarin ár. Skólinn sigraði í dansi, knattspyrnu, körfubolta, sundi, sundblaki, skák og spurningakeppni. Eftir að íþróttakeppninni lauk var svo slegið upp balli, þar sem að allir keppendur skemmtu sér vel.