VALMYND ×

Formfræði

Nemendur á milli tímahnúta
Nemendur á milli tímahnúta

Nemendur í 8. bekk lærðu um formfræði í myndmennt á dögunum og kíktu við i Gallerí Úthverfu á sýningu Kristjáns Guðmundssonar þar sem lína og form spila saman með ljóðrænum hætti. Sýning Kristjáns er samstarfsverkefni Úthverfu, Slunkaríkis og Edinborgarhússins. Hann opnaði fyrst sýningu í Slunkaríki á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast hefð fyrir því að listamaðurinn komi vestur með sýningu þegar kosið er til alþingis og var hún því opnuð á kosningadaginn 25.september síðastliðinn.

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, myndmenntakennari með meiru, hefur verið dugleg að grípa þau tækifæri sem bjóðast hér í bænum fyrir nemendur. Hún heldur einnig úti Instagram síðu fyrir verk nemenda, sem við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með.

Deila