VALMYND ×

Foreldrakönnun Skólapúlsins

Fyrr í mánuðinum var opnað fyrir foreldrakönnun Skólapúlsins, þar sem sendur var hlekkur á ákveðið úrtak foreldra og þeir beðnir að svara. 

Mikilvægt er að sem flestir taki þátt en 80% svörun þarf til að könnunin teljist marktæk. Við hvetjum alla þá sem ekki eru búnir að svara könnuninni að gera það fyrir 28. febrúar til að skólinn geti nýtt sér þær niðurstöður fyrir innra mat skólans; séð hvað vel gengur og hvar tækifærin liggja til sóknar.