VALMYND ×

Fjöltefli

Laugardaginn 26. janúar verður Skákdagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins.


Af því tilefni mun Smári Rafn Teitsson, kennari við skólann, bjóða nemendum 5. - 10. bekkjar upp á fjöltefli n.k. föstudag í salnum kl. 10:00. Nemendur sem vilja taka þátt verða að skrá sig hjá ritara. Þeir sem geta eru beðnir um að taka tafl með sér.