VALMYND ×

Fjölmenni við opnun myndlistarsýningar

Ein af myndunum á sýningunni
Ein af myndunum á sýningunni

Margt var um manninn í Hamraborg í morgun, þegar Ómar Karvel Guðmundsson opnaði sína fyrstu myndlistarsýningu. Á sýningunni getur að líta fjölbreytt myndverk sem Ómar hefur unnið á undanförnum árum. Sýningin verður opin út mánuðinn og hvetjum við alla til að líta við og njóta verkanna.