VALMYND ×

Fjölgun nemenda

Í vetur hefur verið nokkuð um nýskráningar nemenda í skólann og eru nemendur nú orðnir 360 talsins, 180 stúlkur og 180 drengir, skemmtileg tilviljun það. Stærsti árgangurinn er í 1. bekk, alls 50 nemendur og fæstir í 8. bekk, 25 nemendur. 

Nemendum í skólanum hefur nú fjölgað um 19 frá síðasta vetri og samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, virðist botninum hafa verið náð árin 2014-2016 þegar nemendafjöldi fór niður í 327. En nú liggur leiðin upp á við eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og vonumst við til að sú þróun haldi áfram.