VALMYND ×

Fjallgöngum haustsins lokið

Fjallgöngum haustsins lauk s.l. miðvikudag, þegar 7. bekkur gekk yfir Breiðadalsheiði. Farið var með rútu í gegnum Vestfjarðagöngin sem liggja undir Breiðadalsheiðina og gengið yfir heiðina til baka. Vegurinn sem nú liggur yfir heiðina er frá árinu 1964 og einn af hæstu fjallvegum landsins, í um 610 metra hæð.

Þrátt fyrir góða veðurspá þegar gangan var ákveðin var mikil rigning á leiðinni en allir stóðu sig vel, komust yfir og mega vera stoltir af dagsverkinu.