VALMYND ×

Fellum grímuna

Í dag fengu eldri nemendur skólans að sjá myndina Fellum grímuna, sem er ný heimildarmynd sem ætlað er að varpa ljósi á þá staðreynd að við erum öll mannleg og enginn fullkominn. Þekktir einstaklingar koma fram og segja frá því þeir sem hafa verið að glíma við svo sem kvíða, meðvirkni, fíkn o.fl. Myndin er forvarnarverkefni sem þær Sigurbjörg Bergsdóttir og Jóhanna Jakobsdóttir hafa sett saman undir merkjum fyrirtækis sem þær kalla Ekta Ísland. 

Með þessu forvarnarvídeói eru þær að benda á að allir þessir frægu einstaklingar sem taka þátt í myndinni, eru að glíma við eitthvað en hafa náð langt þrátt fyrir það og hafa ekki látið það sem þeir eru að glíma við sigra sig.