VALMYND ×

Dansfimir leikskólakrakkar

1 af 2

Á mánudaginn komu nemendur af leikskólanum Eyrarsól í heimsókn í skólann. Þetta er verðandi 1. bekkur og virkilega gaman að geta boðið þeim að kíkja í heimsókn áður en formleg grunnskólaganga þeirra hefst. Það hefur verið gott að njóta nálægðarinnar við Eyrarsól í vetur, en þar sem hún er staðsett á Sundlaugarloftinu í næsta húsi við grunnskólann, hefur reynst auðveldara að bjóða upp á heimsóknir.

Í þetta skiptið voru nemendur Eyrarsólar boðni í danstíma og stóðu þeir sig afskaplega vel í dansinum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.