VALMYND ×

Dagur fjögur

Nú er fyrstu vikunni lokið og hefur starfið gengið eftir atvikum mjög vel í þessum krefjandi aðstæðum. Þetta reynist þó yngstu börnunum erfiðast, einna helst að þurfa alltaf að vera á sama stað í húsinu og hitta ekki aðra krakka en sinn hóp. En þau eru ótrúlega flott og gaman að fylgjast með þeim þvo og spritta hendur. Þó að aðstæður séu óvenjulegar þá eru ljósir punktar í skólastarfinu t.d. eru ekki lengur hlaup á göngunum og engir árekstrar í anddyrum. Við erum meira segja búin að slökkva á skólabjöllunni.

Okkur langar að vitna í orð Ragnars Þórs Péturssonar sem hann skrifaði á heimasíðu Kennarasambandsins og lýsir vel ástandinu: ,, Þreytt en þrautgóð stétt skólafólks mun nú ganga inn í helgina og vonandi fá verðskuldaða hvíld áður en næsta áskorun bíður rétt handan við hornið". Við erum stolt af okkar fólki sem hefur tekist á við ástandið af jákvæðni og æðruleysi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá tilmæli frá Almannavarnardeild um samkomubann og börn og biðjum við aðstandendur að kíkja á það.