VALMYND ×

Bókagjöf

Barbara Gunnlaugsson t.v. afhendir Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra, bókagjöfina.
Barbara Gunnlaugsson t.v. afhendir Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra, bókagjöfina.

Í morgun kom Barbara Gunnlaugsson, formaður félags Pólverja á Vestfjörðum, færandi hendi og gaf skólanum fjölmargar bækur á pólsku. Bækur þessar eru gjöf frá sendiráði Póllands á Íslandi og eru ýmist eftir pólska eða annarra þjóða höfunda og hafa þá verið þýddar yfir á pólsku.

Skólinn þakkar kærlega þessa rausnarlegu gjöf, sem eflaust á eftir að nýtast vel um ókomin ár.