VALMYND ×

Árshátíðarundirbúningur

Leikmynd í smíðum
Leikmynd í smíðum
1 af 5

Nú er undirbúningur í hámarki fyrir árshátíðina okkar sem verður dagana 25. og 26. mars næstkomandi. Yfirskriftin að þessu sinni er ,,Draugar og galdrar“. Fyrirkomulag sýninga er með breyttu sniði í ár, en nú verða sýningar seinnipart og um kvöld, sjá hér fyrir neðan.

1. sýning – miðvikudagur 25. mars kl. 17:00

Flytjendur: 1. – 7. bekkur.

Áhorfendur:  Nemendur í 1. og 2. bekk og foreldrar/gestir þeirra.

 

2. sýning – miðvikudagur 25. mars kl. 20:00

Flytjendur: 5.–10. bekkur

Áhorfendur: Nemendur í 5.–7. bekk og foreldrar/gestir

 

3. sýning – fimmtudagur 26. mars kl. 9:00 

Flytjendur: 1.-4.bekkur

Áhorfendur: Tveir elstu árgangar leikskólanna  (ásamt 8-10.b)

 

4. sýning – fimmtudaginn 26. mars kl. .17:00

Flytjendur: 1.-7.bekkur

Áhorfendur: Nemendur í 3. og 4. bekk og foreldrar/gestir þeirra

 

5. sýning – fimmtudaginn 26. mars kl. . 20:00

Flytjendur: 7.–10. bekkur,

Áhorfendur: Nemendur í 8.–10. bekk og foreldrar/gestir þeirra

Ball (fyrir nem. 8.-10. bk.) er að lokinni sýningu til miðnættis.

 

Gert er ráð fyrir að nemendur í 1.-2. bekk mæti kl. 16:00 báða dagana og þeir sem eru í dægradvöl komi beint í skólann eftir að dægradvöl lýkur.  Nemendur í 3.-7.bekk mæta kl. 16:30.

Erfitt er að áætla lengd hverrar skemmtunar en í ljósi reynslunnar má gera  ráð fyrir 1 til 1½ klst.   Gestum er bent á að virða óskir skólans varðandi það á hvaða sýningar fólk á að mæta.  Við hvetjum gesti til að sitja skemmtunina til enda.  Það hefur töluvert rask og óþægindi í för með sér að yfirgefa sýningu áður en henni lýkur. 

Athugið:

  • Þar sem húsrými er takmarkað eru allir beðnir um að virða óskir um það hverjir mæta á hvaða sýningar.  Mikilvægt er að fólk mæti tímanlega svo hægt sé að hefja sýningu á tilsettum tíma.
  • Aðgangseyrir á árshátíðarsýningu er 1000 kr.  Nemendur og starfsfólk GÍ svo og þeir sem eru 67 ára eða eldri greiða ekki aðgangseyri.  Fólk borgar aðeins inn á eina sýningu, þeir sem sækja fleiri sýningar (þ.e. eiga fleiri en eitt barn í skólanum) sýna fyrri aðgöngumiða við innganginn.  Hagnaður af sýningum rennur í ferðasjóð 7. bk. vegna skólabúða.
  • Aðgangseyrir á diskótekið er 500 kr.
  • Ekki  er tekið við kortum.
  • Hefðbundin kennsla  í 7.-10.b hefst kl. 9:40 á föstudeginum.
  • Mötuneytið verður opið báða árshátíðardagana.
Deila