VALMYND ×

Árshátíð skólans

Frá árshátíð G.Í. 2015
Frá árshátíð G.Í. 2015

Árshátíð skólans verður haldin dagana 21. og 22. mars undir yfirskriftinni ,,Internetið". 

Skipulag sýninga verður sem hér segir:

 

Miðvikudagur 21.mars

Kl. 10:00 1. sýning, 1.-5.b. sýnir og eru einnig áhorfendur.

kl. 17:00  2. sýning, 1.-7.b. sýnir, áhorfendur: foreldrar 1. og 2. b.

kl. 20:00  3. sýning, 6.-10.b. sýnir, áhorfendur: foreldrar 6. og 7.b.

 

Fimmtudagur 22. mars

kl. 10:00  4.sýning, 6.-10.b. sýnir og eru einnig áhorfendur.

kl. 17:00  5. sýning, 1.-7.b. sýnir, áhorfendur: foreldrar 3., 4. og 5.b.

kl. 20:00  6. sýning, 7.-10.b. sýnir, áhorfendur: foreldrar 8., 9. og 10.b.

 Aukasýning verður föstudaginn 23. mars þar sem 1.-4.b. sýnir fyrir leikskólabörn á Tanga og nemendur 7.-10.b.

Erfitt er að áætla lengd hverrar sýningar, en gera má ráð fyrir 60-90 mínútum og hvetjum við gesti til að sitja sýningar á enda til að koma í veg fyrir rask og óþægindi. Ef foreldrar komast ekki á þær sýningar sem merktar eru einstökum árgöngum er að sjálfsögðu í lagi að koma á öðrum tímum, en þó ekki á 1. og 4. sýningu. Þær sýningar sem eru feitletraðar eru sölusýningar og ætlaðar almenningi og er aðgangseyrir kr. 1.000. Ekki er tekið við greiðslukortum. Frítt er inn fyrir 67 ára og eldri og aðrir greiða aðeins inn á eina sýningu. Frekari upplýsingar hafa verið sendar heim til foreldra.