VALMYND ×

Árshátíð

Nú er undirbúningur fyrir árshátíðina okkar hafinn og leikæfingar og búningamátun í hverju horni. Að þessu sinni verða eingöngu nemendasýningar þar sem við getum ekki komið áhorfendum fyrir miðað við þær takmarkanir sem eru í gildi. Við þyrftum að hafa 1 metra á milli óskyldra aðila og þá kæmust milli 50 og 60 manns í salinn. Sá áhorfendafjöldi myndi ekki einu sinni duga fyrir einn árgang. Við munum því að taka sýningarnar upp og senda tengil til foreldra. Nemendasýningarnar verða 24. og 25. mars - á skólatíma. Skipulagið á sýningunum er eftirfarandi:

1. sýning -miðvikudaginn 24. mars kl. 8:30.
Flytjendur: 1. - 7. bekkur. Áhorfendur: Nemendur í 2.-4.bekk

2. sýning - miðvikudaginn 24. mars kl. 9:50.
Flytjendur: 5.-10. bekkur. Áhorfendur: Nemendur í 5.-7. bekk.

3. sýning - fimmtudaginn 25. mars kl. 8:30
Flytjendur: 1.-4. bekkur Áhorfendur: 1. bekkur og nemendur af Tanga

4. sýning - fimmtudaginn 25. mars kl. 9:50.
Flytjendur: 5.-10. bekkur. Áhorfendur: 8.-10. bekkur.

Á miðvikudeginum verður kennsla fram að mat hjá 5.-10. bekk. Að öðru leyti verður kennsla samkvæmt stundaskrá þessa daga. Við vonum svo að eftir þessi undarlegu ár getum við verið með sýningar fyrir gesti á næsta ári.