VALMYND ×

Allt í köku!

Nemendum okkar er ýmislegt til lista lagt. Í gær fóru krakkarnir í heimilisfræði í 8.bekk heim með dýrindis kökur, sem þeir höfðu bakað og skreytt undir handleiðslu Guðlaugar Jónsdóttur, heimilisfræðikennara. Miðað við þessa frumraun hópsins má búast við ýmsu af þessum krökkum í framtíðinni þegar kemur að kökugerð. Vel gert krakkar!