VALMYND ×

1.bekkingar fá reiðhjólahjálma að gjöf

Glaðir hjálmaeigendur ásamt Kiwanismönnum.
Glaðir hjálmaeigendur ásamt Kiwanismönnum.

Í morgun komu þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson og Gunnlaugur Finnbogason frá Kiwanisklúbbnum Básum og afhentu 1.bekkingum reiðhjólahjálma að gjöf. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum 1.bekk reiðhjólahjálma. Hjálmarnir nýtast einnig vel við notkun hjólabretta og hjólaskauta. 

Það voru glaðir krakkar sem fóru heim með hjálmana sína í dag og hvetjum við alla til að merkja þá vel.