VALMYND ×

Yljað sér á kakói

1 af 2

Í morgun bauð skólinn öllum nemendum og starfsfólki upp á kakó og kex úti í frímínútum. Eiríkur og hans vaska starfsfólk í mötuneytinu var ekki lengi að hita kakóið ofan í rúmlega 400 manns. Stemningin sem skapaðist í portinu hjá okkur var notaleg þar sem jólalögin ómuðu á meðan allir yljuðu sér á heitu kakóinu.