VALMYND ×

Vorverkadagur

Vinabekkirnir 1. og 8. bekkur settu niður kartöflur.
Vinabekkirnir 1. og 8. bekkur settu niður kartöflur.

Í dag var vorkverkadagur í skólanum í samvinnu við Ísafjarðarbæ. Hver og einn árgangur fékk ákveðið verk t.d. að tína rusl, sá grasfræjum, gróðursetja, setja niður kartöflur, pússa, mála o.fl. Veðrið stöðvaði okkur ekki í dag þó heldur væri svalt, en við létum það ekkert á okkur fá og héldum okkar striki.

Eftir góða vinnutörn bauð mötuneytið öllum upp á grillaðar pylsur og svaladrykki eftir góðan morgun.

Myndir frá vorverkadeginum má finna hér.