VALMYND ×

Vorskipulag

Nú er vordagskráin frágengin og ljóst að nóg verður um að vera það sem eftir lifir skólaársins. Ekki má vanmeta það nám sem á sér stað utan skólastofunnar, þar sem nemendur fá enn frekari þjálfun í mörgum grunnþáttum menntunar eins og t.d. læsi, sköpun, heilbrigði og velferð. Grunnþættirnir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum.

Við vonum því að nemendur njóti þess náms sem á sér stað í hinum ýmsu viðburðum sem boðið er upp á nú í mánuðinum, innan dyra sem utan.