VALMYND ×

Vorhátíð foreldrafélagsins

Foreldrafélag skólans ásamt bekkjarfulltrúum standa fyrir vorhátíð Grunnskólans á Ísafirði miðvikudaginn 1. júní frá kl. 17 - 19 í portinu hjá hreystibrautinni. Boðið verður upp á grillaðar pylsur ásamt safa. Allir eru velkomnir með börnum sínum  til að njóta góðrar samverustundar síðasta dag skólans. Nokkrar stöðvar verða í boði með leikjum ásamt andlitsmálningu og eru allir hvattir til að mæta.