VALMYND ×

Vinaliðar hefja störf

Vinaliðaverkefnið hefur nú sitt þriðja starfsár hér í skólanum, undir stjórn Árna Heiðars Ívarssonar, íþróttakennara. Vinaliðar sem kosnir voru lýðræðislegri kosningu, fengu þjálfun í dag varðandi sín hlutverk og eru með allt á hreinu og tilbúnir til starfa á mánudaginn.

Vinaliðaverkefnið snýst um það að setja upp leikstöðvar í frímínútunum hjá 4. - 6. bekk og stjórna vinaliðar því að allt fari vel fram á hverri stöð. Það er von skólans að með þessu finni allir eitthvað við sitt hæfi í frímínútunum og enginn verði afskiptur.