VALMYND ×

Vinabekkir hittast

Í fyrradag hittust vinabekkirnir í fyrsta og áttunda bekk í fyrsta sinn og voru það sannkallaðir fagnaðarfundir. Áttundi bekkur bauð fyrsta bekk upp á kökur og djús og varð af hin fínasta veisla. Þetta voru yfir 70 börn svo að heimilisfræðistofan var fengin að láni til að borða í og svo áttu krakkarnir líka góða stund í dansstofunni þar sem vinabekkirnir sungu saman undir stjórn og undirleik Árnýjar Herbertsdóttur.

Ætlunin var að spila svolítið saman en tíminn var alltof fljótur að líða svo að spilasamveran verður að bíða betri tíma. Vonandi gefst tóm til þess sem fyrst, því þessi stund tókst mjög vel og allir hlakka til að hittast aftur.