VALMYND ×

Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson
Þorgrímur Þráinsson

Þorgrímur Þráinsson mun halda opinn fyrirlestur fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar mánudaginn 5. maí n.k. kl. 20.00 í sal Menntaskólans á Ísafirði. Yfirskrift fyrirlestrarins er Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur mun halda fyrirlestur svipaðs efnis fyrir unglingadeild Grunnskólans á Ísafirði fyrr um daginn.

Í fyrirlestrinum fjallar hann um mikilvægi þess að vera sinnar eigin gæfu smiður og bera sig eftir draumum sínum. Það sé ekki sjálfgefið að vera ástfanginn af lífinu og finna jafnvægi á milli einkalífs, atvinnu og áhugamála sem stuðlar að því að maður lifir í sátt við sjálfan sig og aðra. Ein mesta áskorun lífsins er að sigrast á sjálfum sér og finna sannleikann, hinn innri frið. Þorgrímur segir nokkrar sögur, fjallar um mikilvægi þess að fara út fyrir þægindahringinn, hvernig Ólafur Stefánsson handboltakappi hugsar daginn sinn með hámarksárangur í huga og að lokum teiknar hann upp hjól lífsins sem er nokkurs konar ,,sjálfspróf" á eigin frammistöðu á ólíkum vettvangi.

Við viljum hvetja íbúa Ísafjarðarbæjar til að mæta á fyrirlesturinn, en þátttaka er án endurgjalds.